Superpowers - tónlistarmyndband

Í apríl s.l. kom hópur fólks til Íslands frá Kaliforníu í Bandaríkjunum gagngert vegna þeirrar sorglegu stöðu sem er hérlendis, þ.e. að börn með Downs heilkenni eru nánast hætt að fæðast á Íslandi.

Lagið Superpowers og tónlistarmyndbandið við það er eitt af mörgu góðu sem heimsóknin skilaði. “Okkar” Kolfinna tók þátt í gerð myndbandsins og er ein þeirra þriggja einstaklinga með Downs sem eru í aðalhlutverki í myndbandinu.

Í fróðlegri og gefandi samveru með þessum áhugasama hóp þar sem margt var rætt og gert var einna erfiðast að koma upp með skýringu á þeirri dapurlegu staðreynd að möguleikar barna með Downs heilkenni á að fæðast eru að líkindum hvergi minni í veröldinni en á Íslandi

Eftir stendur fallegt lag og myndband sem jákvæður stuðningur við mikilvægi Downs heilkennis og við að gerðar verði nauðsynlegar breytingar í tengslum við fósturskimanir á Íslandi.

Previous
Previous

Fögnum fjölbreytileikanum