Tenglar

Hér fyrir néðan má finna yfirlit yfir gagnlega tengla.


Landssamtökin Þrokahjálp vinna að málefnum fatlaðra.  Aðildarfélög Þroskahjálpar eru starfandi um allt land.  Heimasíða samtakana veitir gagnlegar upplýsingar um það helsta sem er að gerast í málaflokknu, þ.m.t. ýmsa fræðslu auk þess að veita upplýsingar um margt það sem stendur fötluðum og aðstanendum þeirra til boða.


Öryrkjabandalag Íslands eru heildarsamtök fatlaðs fólks.  Vefur Öryrkjabandalagsins er gagnleg upplýsingaveita varðandi allt það helsta sem er á gerast í málefnum fatlaðs fólks auk þess að gefa gott yfirlit yfir réttindi fatlaðra einstaklinga.


Sjónarhóll er óháð ráðgjafasetur fyrir aðstanendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða.  Starfsfólk Sjónarhóls hefur það að markmiði að gæta að réttindum barna, að efla möguleika barna og að veita fötluðum börnum leiðsögn á leið til betra lífs.  


Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins hefur það markmið að efla lífsgæði og bæta framtíð barna og unglinga með þroskaraskanir sem leitt geta til fötlunar.  Heimasíða Greiningar- og ráðgjafastöðvarinnar er einstaklega góð upplýsingaveita fyrir foreldra og aðstandendur einstaklinga með Downs heilkenni.


Neistinn, um helmingur einstaklinga með Downs heilkennið hafa hjartagalla.
Neistinn er styrktarfélag hjartveikra barna og á heimasíðu Neistans er að  finna mikið fræðsluefni sem er gagnlegt foreldrum og upplýsingar um margvíslegan stuðning.


Málefni fatlaðs fólks heyra undir velferðarráðuneytið.  Á heimasíðu ráðuneytisins er að finna miklar og gaglegar upplýsingar um málefni fatlaðs fólk, s.s. lög, reglugerðir, aðgengismál, NPA og fleira.


Samband íslenskra sveitarfélaga, málefnir fatlaðra eru á forræði sveitarfélag á vef sambands sveitarfélaga má finna ýmsar gaglegar upplýsingar um þjónustu við fatlað fólk.  Þar á meðal leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélögin er varðar stuðningsfjölskyldur, ferðaþjónustu, styrki og fleira.  Að auk er að finna á síðunni yfirlit yfir allar félagsþjónustuskrifstofur.


Fjölmennt er menntunar- og þekkingarmiðstöð þar sem boðið er upp á námskeið sérstaklega ætluð fötluðu fólki.  Sú breyting er svo að verða að fræðslumiðstöðvar um allt land munu taka yfir stóran hluta af námsframboði því sem verið hefur á hendi Fjölmenntar.  
Fólki er því bennt á að skoða vel bæði heimasíðu Fjölmenntar og þeirrar fræðslumiðstöðvar sem er starfandi á hverju svæði.

Tákn með tali er mikið notað af einstaklingum með Downs heilkenni.  Gaglegur vefur með helstu táknum er á heimasíðunnu;

Fjöldi áhugaverða erlendra heimasíðna eru á netinu.

Íslenska Downs félagið á í góðu samstarfi við systrafélag sitt í Kanada  og höfum við fengið að nýta fræðsluefni sem hefur verið unnið af þeim og látið þýða það á íslensku.  


Vefsíða sem Dr. Len Leshin hefur haldið til haga inniheldur mjög gott yfirlit yfir hvað hægt er að finna á Internetinu og er mjög góður byrjunarpunktur fyrir fróðleiksfúsa. 

Vefsetur Dr. Len inniheldur einnig heilmikið af upplýsingum um Downs-heilkenni. Fyrir utan að vera barnalæknir er Len faðir barns með Downs-heilkenni og er einstaklega fróður þegar kemur að Downs-heilkenni. 


Vefsíðan Downsyndrom.com inniheldur mikið af jákvæðum hlutum um einstaklinga með Downs, auk tengla inn á fróðlegar síður.


Vefsíða National Down Syndrome Society inniheldur mikið magn upplýsinga.


Love & Learning er áhugaverð vefsíða sem fjallar um hvernig foreldrar stúlku með Downs heilkennið þróuðu tækni til þess að kenna dóttur sinni að tala, lesa og skrifa með góðum árangri.


Þeir sem hafa áhuga á Jóga er bennt á áhugaverða síðu þar sem fjallað er um Jóga sérstaklega ætlað börnum með sérþarfir. 

Richard Bailey er ljósmyndari sem á stelpu með Downs heilkennið.  Hann hefur tekið fjölda mjög fallegra mynda af einstaklingum með Downs heilkennið sem hægt er að sjá á vefsíðu hans.


Down Syndrome rannsóknar setrið er með mikið magn upplýsinga um Down  Syndrom.  Bæði gagnvart börnum og fullorðnum.