Vöxtur og vaxtatöflur

Í ungbarnaeftirliti hér á landi eru notaðar vaxtartöflur til þess að fylgjast með vaxtarfrávikum hjá börnum.

Vaxtarfrávik geta bent til ýmiskonar kvilla svo sem skjaldkirtilstruflana eða vannæringu. 


Vaxtartöflur sem eru notaðar hér á landi koma frá Svíþjóð og byggja á vaxtartölum ungbarna í Svíþjóð yfir margra ára skeið. Börn með Downs-heilkenni vaxa yfirleitt hægar en önnur börn og henta því þessar vaxtatöflur þeim engan veginn. 

Til eru vaxtatöflur sem henta mun betur (sjá http://www.growthcharts.com). Þessar töflur eru byggðar á vaxtartölum barna með Downs-heilkenni í Bandaríkjunum.