Talþjálfun - nýtt efni til útláns

skrifað 24. jún 2015

Félagið er komið með nýtt efni til útláns til félagsmanna. Um er að ræða eftirfarandi:

Bók Iréne Johanssson Málþroski og málörvunarleikir: Einföld málfræði (íslensk þýðing og staðfærsla Stella Hermannsdóttir 2013). Með bókinni fylgir verkefnabók á pdh.

Hljóðasmiðja Lubba - smiðja 3 og 4 (sjá www.lubbi.is)

Lærum og leikum með hljóðin - Framburðarsöskjur og Hljóðalestin (sjá www.laerumogleikum.is).

Hægt er að nálgast efnið á skrifstofu félagsins, sem er opin á fimmtudögum milli 2 og 4. Útlán er til 1 mánaðar í senn.