Sveitarferð

skrifað 18. maí 2018
kopsvatn

Við ætlum að skella okkur í sveitarferð og njóta gestrisni félagsmanna á Suðurlandi. Hittingurinn er þann 10. júní á Kópsvatni í Hrunamannahreppi Árnessýslu, 5 km fyrir ofan Flúðir.

Við njótum góðs félagsskapar og þess sem sveitin hefur að bjóða, m.a. verður fjósið skoðað, teymt undir börn og ferðir í traktorskerru. Þá grillum við pylsur.

Vinsamlegast skráið þátttöku á downs@downs.is. Takið jafnframt fram ef þörf er á bílferð austur.