Jólaballið 13. desember

skrifað 01. des 2015
jolatre

Hið árlega jólaball Downs-félagsins verður haldið sunnudaginn 13. desember kl. 15:00. Jólaballið verður í Safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a. Að venju njótum við tónlistar hljómsveitarinnar Jólatóna - mikið fjör!

Að sjálfsögðu koma jólasveinar í heimsókn.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta með veitingar á sameiginlegt hlaðborð.

Hlökkum til að sjá sem flesta.