Hlaupið til styrktar Downs félaginu

Góðgerðarfélagið Meðan fæturnir bera mig stendur fyrir 5 km fjölskylduhlaupi í Öskjuhlíðinni og á Siglufirði laugardaginn 7. júní nk. kl. 12.
Með þátttöku styrkir almenningur málefni einstaklinga með Downs-heilkenni en hlaupið er tileinkað Garðari Hinrikssyni, átta ára leikhúsáhugamanni.
Meðan fæturnir bera mig afhendir öll áheit og allt sem safnast með þátttökugjöldum óskert til félagsins.
Þátttökugjald í hlaupinu er 1.000 krónur og þeir sem sjá sér ekki fært að mæta og hlaupa en vilja styrkja málefnið geta lagt inn á reikning 546-14-402424, kt. 650512-0140, eða hringt í styrktarnúmerin 901-5001 (1.000 krónur), 901-5003 (3.000 krónur), eða 901-5005 (5.000 krónur).
Hægt er að skrá sig í hlaupið á mfbm.is.
Garðar mun ásamt hinum síkáta Góa draga út vegleg verðlaun að hlaupinu loknu.
Fleiri fréttir
-
20. nóv 2019Árlegt jólaball félagsins
-
31. okt 2019Allir í dans!
-
31. okt 2019Bólusetningar vegna inflúensu
-
21. maí 2019Aðalfundur 2019
-
07. mar 2016Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars
-
25. jan 2019Umsögn Downs-félagsins um frumvarp til laga um þungunarrof
-
22. nóv 2018Jólaball Downs-félagsins
-
29. okt 2018Yfirlýsing vegna ummæla yfirlæknis fæðingarþjónustu Landspítala-Háskólasjúkrahúss
-
12. okt 2018Málþroski og talþjálfun
-
09. ágú 2018Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons - Taktu þátt