Gott að eiga góða að

Félagið hefur átt einstöku láni að fagna á liðnu ári.
Margt gott hefur okkur lagst til og félagsmenn notið samveru og fræðslu.
Félagsmenn áhugasamir um að gera félagið öflugra og að leita stöðugt nýrra leiða til að vekja jákvæðan áhuga á stöðu einstaklinga með Downs heilkenni.
Við höfum notið þeirrar miklu gæfu að mæta ávallt mikilli velvild þegar við þurfum á aðstoð að halda. Hvort heldur við þurfum að fá Sniglabandið til að spila á jólaballi, fá veitingar eða til að fá fjármagn til að takast á við stærri verkefni.
Félagið vinnur nú að því að fá leyfi til að láta þýða á íslensku mynd sem gerð var í Bandaríkjunum og heitir Just like you.
Myndin fjallar á einstaklega uppbyggilegan hátt um einstaklinga með Downs og vonumst við til að fá leyfi og að myndin verði sýnd í sjónvarpi þann 21.03 n.k. á alþjóðadegi einstaklinga með Downs heilkenni.
Þetta er metnaðarfullt verkefni og hefur Líknarsjóður Harðar Þorgeirssonar og Unnar Guðmundsdóttur ákveðið að færa félaginu að gjöf 1 milljón króna. Hörður og Unnur voru barnalaus hjón og ákváðu að allar sýnar eigur skildu renna til sjóðsins eftir þeirra dag. Sjóðurinn hefur verið starfandi síðan 2008.
Einnig hefur Velferðasjóðurinn "Sælla er að gefa en að þiggja" sem var stofnaður af hópi starfsfólks Bændasamtaka ísland árið 2006, ákveðið að styrkja félagið um 300.000 krónur. Markmið sjóðsins er að styrkja innlent velferðamálefni árlega með framlagi sem félagar leggja fram af launum sínum til góðara málefna.
Við erum þessum aðilum sem og öllum þeim öðrum sem leggja okkur lið mjög þakklát fyrir stuðninginn.
Fleiri fréttir
-
20. nóv 2019Árlegt jólaball félagsins
-
31. okt 2019Allir í dans!
-
31. okt 2019Bólusetningar vegna inflúensu
-
21. maí 2019Aðalfundur 2019
-
07. mar 2016Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars
-
25. jan 2019Umsögn Downs-félagsins um frumvarp til laga um þungunarrof
-
22. nóv 2018Jólaball Downs-félagsins
-
29. okt 2018Yfirlýsing vegna ummæla yfirlæknis fæðingarþjónustu Landspítala-Háskólasjúkrahúss
-
12. okt 2018Málþroski og talþjálfun
-
09. ágú 2018Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons - Taktu þátt