Dans, dans, dans !

Þér er boðið að taka þátt í æsispennandi dansnámskeiði sem hefst í október.
Við erum að tala um klukkustunda dansgleði á sunnudögum frá kl.14:00-15:00 fyrir 14-18 ára .
Námskeiðið hefst 5. október, stendur yfir í 6 vikur og verður haldið í Danslistarskóla JSB (Lágmúla 9).
Markmið okkar er að bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta hreyfingu sem verður sniðin að þörfum hvers og eins.
Kennarar eru: Arndís Benediktsdóttir: Lauk BA námi í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands vorið 2013. Hefur unnið sem danskennari í um 6 ár, kennt spuna, jazzballett, nútímadans, samtímadans og ballett. Hún mun klára BS nám í Þroskaþjálfafræðum næstkomandi vor og hefur unnið mikið með börnum, unglingum og fullorðnum með fötlun i gegnum árin.
Stefanía Lára Ólafsdóttir: Er nýstúdent úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Stundar dansnám í Danslistarskóla JSB og mun útskrifast þaðan jólin 2014. Hefur unnið sem aðstoðardanskennari í 2 ár. Hún á 16 ára systir með Downs-heilkenni og þekkir því vel til fatlaðra.
Námskeiðið mun kosta 3000 kr. og vekjum við athygli á því að aðeins er pláss fyrir 10 nemendur. Því mælum við með því að þið hafið samband við okkur sem fyrst. Skráning og frekari upplýsingar: arndisben@gmail.com og stefanialaol@gmail.com
Við hlökkum til að sjá áhugasöm, metnaðarfull og virk ungmenni!
Fleiri fréttir
-
20. nóv 2019Árlegt jólaball félagsins
-
31. okt 2019Allir í dans!
-
31. okt 2019Bólusetningar vegna inflúensu
-
21. maí 2019Aðalfundur 2019
-
07. mar 2016Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars
-
25. jan 2019Umsögn Downs-félagsins um frumvarp til laga um þungunarrof
-
22. nóv 2018Jólaball Downs-félagsins
-
29. okt 2018Yfirlýsing vegna ummæla yfirlæknis fæðingarþjónustu Landspítala-Háskólasjúkrahúss
-
12. okt 2018Málþroski og talþjálfun
-
09. ágú 2018Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons - Taktu þátt