Bandarísk samtök þýða bækling um fósturskimanir á íslensku
skrifað 20. jan 2018

Bandarísku samtökin National Down Syndrome Congress og Global hafa tekið höndum saman um að gefa út 2. útgáfu bæklings síns um fósturrannsóknir í tengslum við Downs-heilkenni, sem er fáanlegur á ensku, spænsku og nú á íslensku.
Þessi 2. útgáfa byggist á fyrstu skoðanakönnuninni á þessu sviði sem lögð var fyrir verðandi mæður og heilbrigðisstarfsfólk á landsvísu í Bandaríkjunum og er fáanleg bæði rafrænt og á pappírsformi endurgjaldslaust.
Downs-félagið er afar þakklátt hinum bandarísku samtökum fyrir að hugsa til okkar og þýða bæklinginn á íslensku. Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðu samtakanna : https://www.globaldownsyndrome.org/prenatal-testing-pamphlet-icelandic/
Fleiri fréttir
-
20. nóv 2019Árlegt jólaball félagsins
-
31. okt 2019Allir í dans!
-
31. okt 2019Bólusetningar vegna inflúensu
-
21. maí 2019Aðalfundur 2019
-
07. mar 2016Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars
-
25. jan 2019Umsögn Downs-félagsins um frumvarp til laga um þungunarrof
-
22. nóv 2018Jólaball Downs-félagsins
-
29. okt 2018Yfirlýsing vegna ummæla yfirlæknis fæðingarþjónustu Landspítala-Háskólasjúkrahúss
-
12. okt 2018Málþroski og talþjálfun
-
09. ágú 2018Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons - Taktu þátt