Árlegt jólaball félagsins

skrifað 20. nóv 2019
joli

Jólaball félagsins verður í íþróttahúsi HK í Kórnum 1. desember kl. 14 - 16

Að venju er það hljómsveitin Jólatónar sem mætir á svæðið og spilar jólalög fyrir okkur á meðan gestir ganga í kringum jólatréð. Aldrei að vita nema jólasveinar koma í heimsókn með eitthvað góðgæti. Kaffi og með því fyrir þá sem vilja. Hlökkum til að sjá sem flesta í jólaskapi. Jólakveðja, Stjórnin