Alþjóðadagur Downs heilkennis

skrifað 23. feb 2014

Þann 21 mars n.k. er alþjóðlegur dagur einstaklinga með downs heilkenni.

Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 - 21.03.

Félagsmenn ætla að gera sér glaðan dag þann 21 mars n.k. Við ætlum að hittast í Haukaheimilinu í Hafnarfirði kl. 17.00, þar verða skemmtiatriði og matur.

Við vonum að sem flestir félagsmenn, fjölskyldur og vinir sjái sér fært að vera með okkur. Vinsamlega látið vita með mætingu sem fyrst á netfangið gudmundur.armann@me.com eigi síðar en mánudaginn 10 mars.

stjórnin.