Heimildarþættir um fósturskimanir og fóstureyðingar á Íslandi

Á síðustu misserum hafa fósturskimar hér á landi fyrir Downs-heilkenni og eftirfarandi fóstureyðingar verið til umræðu í fjölda frétta, hérlendis sem erlendis. Hér hafa til dæmis komið fréttastöðvar frá BBC, CBS, Sky News og ríkissjónvarpsstöðvar var Belgíu, Finnlandi og Ítalíu.

Þann 20. mars 2017 sýndi RUV heimildarþátt BBC2 Heimur án Downs-heilkennis? - "A World without Downs-´s Syndrome? Í þættinum fjallar hin þekkta leikkona Sally Phillips um siðfræðilegar spurningar tengdar skimun fyrir Downs-heilkenni. Málefnið er henni skylt þar sem hún á son með heilkennið. Þátturinn var frumsýndir í Bretlandi í október 2016 og vakti heimsathygli. Í þættinum heimsækir hún meðal annars Ísland vegna hárrar tíðni skimana fyrir Downs-heilkenni hér á landi og fóstureyðinga í kjölfarið á því.

CBS sjónvarpsstöðin frumsýndi heimildarþátt um skimanir fyrir Downs-heilkenni á Íslandi og eftirfarandi fóstureyðingar þann 15. ágúst 2017.

Það er hægt að nálgast heimildarþátt CBS hér: (On Assignment: What kind of society do you want to live in?": Inside the country where Down syndrome is disappearing): http://www.cbsnews.com/news/down-syndrome-iceland/

Þá gerði CBS einnig þátt sem ber heitið "Behind the lens: Iceland's Down syndrome dilemma" og er hægt að nálgast hér: https://www.cbsnews.com/news/behind-the-lens-disappearing-down-syndrome/

Í þáttum CBS eru meðal annars viðtöl við einstaklinga með heilkennið, foreldra, sérfræðinga á Landspítalanum, biskup Íslands, Kára Stefánsson og formann Downs-félagsins.