Stjórn

Inga Guðrún Kristjánsdóttir, formaður

Inga Guðrún Inga Guðrún er menntaður kennari, náms og starfsráðgjafi, uppeldis- og menntunarfræðingur og síðast en ekki síst með gráðu í afbrotafræði. Síðustu ár hefur Inga kennt aðferðarfræði við Háskóla Íslands og leiðbeint nemum við lokaritgerðarskrif. Inga á þrjá unga drengi með manni sínum og yngstur er Styrkár Gauti með Downs heilkenni.

Hildur Gottskálksdóttir, ritari

Hildur Hildur starfar hjá Íþróttafélaginu Gerplu sem fjármálastjóri. Hildur á fjórar frískar og fjörugar fimleikadætur og er sú næst yngsta með Downs heilkenni, hún Bylgja Björt.

Sandra Björg Steingrímsdóttir, gjaldkeri.

Sandra Björg Sandra Björg er menntaður lyfjafræðingur og starfar sem slíkur við Apótek Vesturlands. Sandra á þrjá drengi og sá yngsti, Emil Daði er með Downs heilkenni.

Karen Dagmar Guðmundsdóttir, meðstjórnandi

Karen Dagmar Karen Dagmar er móðir þriggja ungra drengja og einnar uppkominnar unglingsstúlku. Yngstur drengja Karenar er Matthías.

Benedikta Birgisdóttir, meðstjórnandi

Benedikta Benedikta er grunnskólakennari og hefur unnið í Barnaskólum Hjallastefnunnar frá árinu 2006. Hún á tvö börn, stelpu (fædd 2000) og strák (fæddur 2005) sem heitir Garðar og er með Downs heilkenni. Þetta er í annað sinn sem Benedikta situr í stjórn félagsins.

Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið downs@downs.is eða í síma 664 6623.