Réttindagæslumenn

Samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk starfa réttindagæslumenn fatlaðs fólks í öllum landshlutum. Verkefni þeirra er að fylgjast með högum fatlaðs fólks og aðstoða það við hvers konar réttindagæslu.

Fatlaður einstaklingur getur leitað til réttindagæslumanns með hvaðeina sem varðar réttindi hans, fjármuni og önnur persónuleg mál. Réttindagæslumaður skal veita honum stuðning og aðstoða hann við að leita réttar síns eftir því sem við á. Einnig er gert ráð fyrir að hver sá sem telur að brotið sé á réttindum fatlaðs einstaklings geti tilkynnt það réttindagæslumanni auk þess sem réttindagæslumaður getur tekið upp mál að eigin frumkvæði. Réttindagæslumaður skal vera sýnilegur og standa fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk og þá sem starfa með því.

Réttindagæslumenn fatlaðs fólks eru átta og starfa í landshlutum sem hér segir:

Reykjavík og Seltjarnarnes

Auður Finnbogadóttir s. 894 8996 audur@rett.vel.is Aðsetur: Háaleitisbraut 11-13, 105 Reykjavík

Magnús Þorgrímsson s. 858 1550 magnus@rett.vel.is Aðsetur: Borgartúni 22, 105 Reykjavík

Kristjana Sigmundsdóttir s. 858 1627 kristjana.sigmundsdottir@rett.vel.is Aðsetur: Borgartúni 22, 105 Reykjavík

Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær og Kjós

Jarþrúður Þórhallsdóttir s. 858 1753 jarth@rett.vel.is Aðsetur: Hlíðasmára 6, 2. hæð, 201 Kópavogi

Hafnarfjörður og Suðurnes

Rósa Hrönn Árnadóttir s. 858 1798 rosa.hronn@rett.vel.is Aðsetur: Hlíðasmára 6, 2. hæð, 201 Kópavogi

Vesturland og Vestfirðir Jón Þorsteinn Sigurðsson s. 858 1939 jons@rett.vel.is Aðsetur: Sýslumaðurinn á Akranesi, Stillholti 16 - 18, 300 Akranesi

Norðurland Guðrún Pálmadóttir s. 858 1959 gudrun.palmadottir@rett.vel.is Aðsetur: Vinnueftirlit ríkisins, Skipagötu 14, 600 Akureyri

Austurland Bryndís Gunnlaugsdóttir s. 858 1964 bryndis@rett.vel.is Aðsetur: Tjarnarbraut 39e (Vonarland), 700 Egilsstaðir

Suðurland Sigrún Jensey Sigurðardóttir s. 858 2142 sigrun@rett.vel.is Aðsetur: Sandvíkurskóli, Bankavegi, 800 Selfoss

Sjá nánar á heimasíðu Velferðarráðuneytis: http://www.velferdarraduneyti.is/rettindagaesla/nr/33768