Teppi handa Hetju - Myndir
skrifað 10. nóv 2015

Þann 7. nóvember gaf Bútasaumsfélag Íslands börnum með Downs-heilkenni bútasaumsteppi. Um er að ræða verkefnið „Teppi handa Hetju“ sem er gert að norskri fyrirmynd. Tilgangurinn er að gleðja langveik börn og börn með ýmiskonar raskanir á aldrinum 0-18 ára. Verkefnið hófst árið 2002 og hafa nú verið gefin hátt á 400 teppi.
Félag áhugafólks um Downs-heilkenni er afar þakklátt þessari gjöf og þeim góðu kveðjum sem Bútasaumsfélag Íslands færði okkar börnum og fjölskyldum þeirra. Formaður Teppi handa Hetju er Dagbjört Guðmundsdóttir og aðrar nefndarkonur eru Borghildur Ingvarsdóttir og Pálína Ingvarsdóttir.
Eins og sést á myndunum voru börnin alsæl með teppin! Kærar þakkir fyrir okkur.
Fleiri fréttir
-
20. nóv 2019Árlegt jólaball félagsins
-
31. okt 2019Allir í dans!
-
31. okt 2019Bólusetningar vegna inflúensu
-
21. maí 2019Aðalfundur 2019
-
07. mar 2016Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars
-
25. jan 2019Umsögn Downs-félagsins um frumvarp til laga um þungunarrof
-
22. nóv 2018Jólaball Downs-félagsins
-
29. okt 2018Yfirlýsing vegna ummæla yfirlæknis fæðingarþjónustu Landspítala-Háskólasjúkrahúss
-
12. okt 2018Málþroski og talþjálfun
-
09. ágú 2018Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons - Taktu þátt