Sumarfagnaður
skrifað 24. maí 2012

Laugardaginn 2 júní n.k. ætla félagsmenn að eiga saman stund kl. 11.00 í Heiðmörk og fagna saman komu sumars.
Samveran verður í Furulundi í Heiðmörk. Þessi fallegi staður í Heiðmörk er vel búinn leiktækjum og blakvelli. Inn af Furulundi er Dropinn sem er áningastaður með grilli borðum og bekkjum.
Hægt er að smella á þennan hlekk til að fá upp vefslóð með korti af Heiðmörk þar sem Furulundur er vel merktur inn á kortið.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta með nesti og drykki. Tilvalið er að koma með eitthvað einfalt og þægilegt á grillið.
Félagið mun sjá um að koma með grill, auk þess sem á staðnum verður tómatsósa, sinnep, remúlaði og laukur.
Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Stjórnin.
Fleiri fréttir
-
20. nóv 2019Árlegt jólaball félagsins
-
31. okt 2019Allir í dans!
-
31. okt 2019Bólusetningar vegna inflúensu
-
21. maí 2019Aðalfundur 2019
-
07. mar 2016Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars
-
25. jan 2019Umsögn Downs-félagsins um frumvarp til laga um þungunarrof
-
22. nóv 2018Jólaball Downs-félagsins
-
29. okt 2018Yfirlýsing vegna ummæla yfirlæknis fæðingarþjónustu Landspítala-Háskólasjúkrahúss
-
12. okt 2018Málþroski og talþjálfun
-
09. ágú 2018Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons - Taktu þátt