Smjörgras til styrktar börnum með Downs heilkenni

skrifað 07. mar 2012
forsmjor

Fjórða silfurskart Leonard lítur nú dagsins ljós.  Að þessu sinni er smjörgras fyrirmynd Eggerts Péturssonar listmálara og Sifjar Jakobsdóttur gullsmiðs og hönnuðar.  


Hálsmenið 12.500 kr, eyrnalokkar 9.500 kr eða settið á 19.800 kr.
Smjörgrasið fæst í verslunum Leonard í Kringlunni, Smáralind, Lækjargötu og Leifsstöð.

Félagið þakkar eigendum og starfsfólki Leonard fyrir þetta frábæra framlag og er stuðningurinn ómetanlegur fyrir félagið. Styrkinn mun félagið nýta í tómstundastarf fyrir börn með Downs-heilkenni.

Nánari upplýsingar um skartgripina má nálgast á www.leonard.is