Ljósmyndasýning

skrifað 12. feb 2014
Bodskort

Sigríður Ella ljósmyndari tók fyrr í vetur myndir af einstaklingum með Downs heilkennið.
Myndir hennar eru hluti af útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans.

Sýningin opnar n.k. laugardag þann 15 febrúar kl. 15 og er í Lækningaminjasafninu við Nesstofu á Seltjarnarnesi. Sýningin stendur til 23 febrúar og er vel þess virði að fara og sjá góðar myndir af flottu fólki.