Grensáskirkja

kristið starf fyrir fötluð börn

skrifað 22. nóv 2012
kirkjur_grensaskirkja230_b

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í vetur fer af stað starf í Grensáskirkju sem sérstaklega er ætlað fötluðum börnum á aldrinum 6 til 12 ára. Við munum hittast í kirkjunni einu sinni í mánuði. Fyrsta stundin verður laugardaginn 24. nóvember í Grensáskirkju frá kl. 12:00 - 13:30. Við munum byrja samveruna með stuttri helgistund í kirkjunni þar sem við spjöllum saman og syngjum. Eftir stundina sýnum við stutta teiknimynd með boðskapi dagsins og tónlistarmyndbönd. Í lokin verða léttar veitingar í boði. Okkur þætti vænt um ef þið mynduð láta okkur vita með tölvupósti á netfangið kristin_pals@hotmail.com hvort þið hafið hug á að mæta.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Sr. Kristín Pálsdóttir, í afleysingum fyrir prest fatlaðra (s. 848 5838), Helga Kolbeinsdóttir og Nanda María Maack.