Fræðslufundur fimmtudaginn 17. september
Viljum minna á fræðslufundinn þann 17. september en þá verður Ingólfur Einarsson læknir og sviðstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir með erindi um heilsu og heilsueftirlit einstaklinga með Downs-heilkenni. Fundurinn fer fram að Háaleitisbraut 13, 4. hæð og byrjar kl. 20:00.
Allir velkomnir.
Endilega munið líka eftir dagskránni fram að áramótum:
Þann 15. október verðum við með kvöldstund þar sem fræðst verður um hlutverk mismundandi þjónustuaðila einstaklinga með Downs-heilkenni – Hvar finn ég hvað og hver gerir hvað? Meðal framsögumanna er Auður Finnbogadóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks og María Hildiþórsdóttir framkvæmdastjóri Sjónarhóls.
Þann 19. nóvember munum við staldra við og líta um öxl en þá mun Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar halda erindið Hagmunabarátta fólks með þroskahömlun í hálfa öld. Þá munu eldri félagsmenn deila reynslu sinni. Þeir sem eiga gamlar myndir eru hvattir til að mæta með þær.
Jólaballið okkar verður síðan haldið sunnudaginn 13. desember kl. 14:00. Skemmtunin verður í safnaðarheimili Kópavogskirkju.
Fleiri fréttir
-
20. nóv 2019Árlegt jólaball félagsins
-
31. okt 2019Allir í dans!
-
31. okt 2019Bólusetningar vegna inflúensu
-
21. maí 2019Aðalfundur 2019
-
07. mar 2016Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars
-
25. jan 2019Umsögn Downs-félagsins um frumvarp til laga um þungunarrof
-
22. nóv 2018Jólaball Downs-félagsins
-
29. okt 2018Yfirlýsing vegna ummæla yfirlæknis fæðingarþjónustu Landspítala-Háskólasjúkrahúss
-
12. okt 2018Málþroski og talþjálfun
-
09. ágú 2018Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons - Taktu þátt