Alþjóðlegi Downs-dagurinn

skrifað 07. mar 2016
21 mars 2016

Þann 21. mars heldur Downs-félagið uppá hinn Alþjóðlega Downs-dag. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 - 21.03.

Að venju munum við halda uppá daginn með samveru og gleði. Hátíðin verður haldinn þann 21. mars n.k. í veislusal Knattspyrnufélagsins Þróttar í Laugardal, milli kl. 17 og 19.

Við vonum að sem flestir félagsmenn og fjölskyldur þeirra hafi tök á að mæta. Við munum einnig fá góða gesti í heimsókn. Bjöllukórinn mun spila fyrir okkur undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur. Þá mun Páll Óskar heiðra okkur með söng og stuði eins og honum einum er lagið.

Vinsamlegast látið vita sem fyrst með mætingu á netfangið downs@downs.is.