Fósturskimanir
Hér má finna bækling Downs-félagsins um skimanir fyrir Downs-heilkenni.
Ákvörðun um hvort fara eigi í fósturskimun er einstaklingsbundin og er alltaf val. Skimun fyrir Downs-heilkenni er ekki hluti af hefðbundnu meðgöngueftirliti hér á landi – hún er á ábyrgð og kostnað foreldra.
Mikilvægt er að verðandi foreldrar íhugi vel hvort fara eigi í skimun og hvað þeir ætla að gera við niðurstöður skimunar kjósi þeir að fara í hana. Mestu máli skiptir að foreldrar hafi ráðrúm, tækifæri og þekkingu til að taka upplýstar ákvarðanir.
Vakni hjá þér spurningar um skimunina er í boði að hafa samband við Downs-félagið. Þar eru foreldrar sem hafa reynslu og/eða hafa staðið í sömu sporum.
Við tökum vel á móti þér - ekki hika við að hafa samband.