Stjórn

Þórdís Ingadóttir, formaður (2015-2017, 2017-2019)

Thordis-Ingadottir-50 Þórdís er lögfræðingur og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún er móðir þriggja barna og er yngsta dóttir hennar með Downs-heilkenni. Þórdís hefur starfað að ýmsum félags- og réttindamálum um árabil, bæði fyrir félagasamtök og stjórnvöld. Hún hefur t.d. setið í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands frá árinu 2012 og Landsamtökunum Þroskahjálp frá árinu 2015.

Guðrún Rut Sigmarsdóttir, ritari (2015-2017, 2017-2019)

gudrun 135 Guðrún Rut er leikskólakennari og starfar sem sérkennslustjóri á leikskólanum Garðaborg. Hún er móðir þriggja barna og er yngsta dóttirin með Downs-heilkenni.

Inga Dóra Guðmundsdóttir, gjaldkeri (2017-2019).

gudrun 135 Inga Dóra er listamaður og er að ljúka MA námi í náms- og starfsráðgjöf. Hún á strák á grunnskólaaldri með Downs heilkenni.

Katrín Árnadóttir, meðstjórnandi (2017-2019)

Thordis-Ingadottir-125 Katrín Árnadóttir er menntaður fjölmiðlafræðingur og starfar sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri. Á eina fjöruga stelpu fædda 2012 og aðra með auka litning fædda 2016.

María Steingrímsdóttir, meðstjórnandi (2015-2017, 2017-2019)

Thordis-Ingadottir-125 María Dröfn er starfandi snyrtifræðingur. Hún er tveggja barna móðir og það yngra er stúlka með Downs heilkenni.

Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið downs@downs.is eða í síma 618 3750.